Andskoti/gott - Jesús Loayza
Jesús Manuel Loayza D’Arrigo fæddist 24. desember 1972 í Callao -
Lima í Perú en er nú búsettur í Reykjavík. Hann stundaði
myndlistarnám við
Escuela Nacional Superior Autónoma de Bellas Artes del Perú
í Líma og
Universidad Complutense de Madrid
á Spáni. Í Perú vann hann við forvörslu og viðgerðir verka, meðal
annars við Instituto Nacional de Cultura, Centro Cultural Casona de
San Marcos, Iglesia de San Sebastian, Museo de Antropologia e
Historia og Museo de Arte Virreynal: Quinta de Presa, þá hefur hann
tekið þátt í fjölmörgum myndlistarsýningum á Spáni og í Perú.
Undanfarið hefur hann unnið blekteikningar með blandaðri tækni.
Teikningarnar sameina sýn hans á menningararfleið heimalands síns
Perú og hans eigin hugarheim. Í verkum hans nýtir hann sér tákn og
form úr forni menningu lands síns og bætir við þau eigin hugsýn svo
úr verður samofin mynd.
Undanfarið hefur Jesús unnið blekteikningar með blandaðri tækni.
Teikningarnar
sameina sýn hans á menningararfleið heimalands síns Perú og hans
eigin
hugarheim. Í verkum sínum nýtir hann sér tákn og form úr forni
menningu lands
síns og bætir við þau eigin hugsýn svo úr verður samofin mynd. |